Aðeins einn hlutur

24. ágúst 2005

Það er skemmtilegt æfing á þessum efnishyggjutímum að velta því fyrir sér hverju maður héldi yrði maður að afsala sér öllum sínum eigum nema einni. Það kom mér á óvart hvað varð fyrir valinu hjá mér. Fyrst kom mér píanóið í hug en strax á eftir varð fyrir valinu lítil krystalsskál sem Bögga amma heitin átti. Þessi skál stóð alltaf á sínum stað í stofunni (og seinna í eldhúsinu) að Akri, ættaróðalinu heima á Norðfirði, og var ávallt full af samanbráðnuðum kóngabrjóstsykri eða öðru "ömmusælgæti". Ég gaf skálinni seinna nafnið "töfraskálin" vegna þess að það var alltaf nammi í henni, líkt og fyrir töfra, en get núna staðfest að henni fylgir engin yfirnáttúra, bara skyldan að halda henni fullri og hana uppfylli ég með glöðu geði. Þessi skál er núna búin að standa á eldhúsborðinu hjá mér í tæp tvö ár og allir sem koma reglulega í heimsókn vita að það er alltaf í henni súkkulaði ef menn vilja fá sér. Skálin með sælgætinu er fastur punktur í tilverunni hjá mér og er búin að vera það í 20 ár.

Mér finnst þetta merkilegt.


Tjáskipti

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin