Jæja

23. febrúar 2006

Ég var rétt í þessu að skella húslyklunum mínum í suðuþvott, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að þetta er í þriðja skiptið. Af einhverjum ástæðum finnst mínum stórskemmda heila ekkert eðlilegra en að skella lyklunum bara með þegar ég fylli þvottavél af handklæðum. Ég er sem betur fer búinn að læra að lifa með þessari fötlun og er hættur að læsa íbúðinni minni þegar ég fer niður í þvottahús.

Og svo maður líti nú á björtu hliðarnar, þá á ég líklega hreinustu húslykla í heiminum.


Tjáskipti

Lindablinda

Og þú þværð oftast .........?? Nei, var bara að spá í að verða mér úti um I pod og eitthvað fínt...hálsmen eða eitthvað...:-)

Hugi

Jájá, íbúðin mín er einmitt full af hálsmenum, Linda :-).

Linda blinda

Vissi það ;-)

hildigunnur

meðan það eru ekki bíllyklarnir með fjarstýringunni, það kom einu sinni fyrir mig...

Elín Björk

Þegar maður hugsar út í það er sjálfsagt hrikaleg bakteríuflóra sem þrífst á lyklum, það væri ekki vitlaust að taka þig til fyrirmyndar Hugi og sjóða lyklana með reglulegu millibil.

Hugi

Einmitt Elín, svona verða allar flottustu uppfinningarnar til - fyrir slysni. Eins og þegar ég uppgötfaði að nýbökuð jólakaka með osti, gúrkum og tómötum er bara ansi hreint góð. Og Hildigunnur, gaman að þú skyldir nefna bíllyklana, ég eyðilagði einmitt fjarstýringuna að bílnum mínum um þarsíðustu helgi, hún gegnblotnaði á þriggja tíma göngu í syndaflóðsrigningu. Gat ekki slökkt á þjófavarnarkerfinu og keyrði í bæinn á bílnum upplýstum eins og jólatré (náði þó að rífa sírenuna úr sambandi).

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin