Súpa

16. apríl 2006

Ég púslaði saman fáránlega einfaldri fiskisúpu þegar ég kom heim eftir fjallgöngu í hádeginu í gær, og hún heppnaðist bara nokkuð vel. Raunar svo vel, að þegar ég kom heim eftir matarboð gærkvöldsins, þambaði ég restina og sleikti svo pottinn að innan eins og krakkfíkilll.

Skrifaði meira að segja niður uppskrift, aldrei þessu vant. hugmyndir að endurbótum vel þegnar.


Tjáskipti

Harpa

Mér finnst nú bara ekkert þægilegt að lesa um mann sem kemur heim úr fjallgöngu um hádegisbil og eldar sér svo mat áður en "venjulegt fólk" skríður á fætur! Gleðilega páska samt :-)

Gestur

Plús allt hitt sem hann er búinn að afreka... Gleymum því ekki. Svolítið skerí þegar Satan sjálfur er farinn að tjá sig. Girnileg uppskrift, sé að tískugrænmetið yam, er þar á meðal. Svo súpan er nútímaleg líka.

Hugi

Afrekin eru nú fremur lítilmótleg um þessa páskana, en gleðilega páska sömuleiðis :-). Og það mætti einmitt halda að sætar kartöflur gætu læknað krabbamein og holdsveiki, eigi maður að trúa því sem skrifað er um þær á Netinu. En þær bragðast vel.

Lindablinda

Myndin í ......uuu....af......nei í.......huga mínum þar sem Hugi er að sleikja pottinn að innan. Ekkert sérlega fallegt. En spes :D Annars finnst mér alltaf gott að setja púrrulauk, pínu karrý (spilar með lauknum), rauðan chilli (svo rífi í), humarlufsur (meira grand) og slettu af koníaki (enn meira grand) í fiskisúpu......en það er bara smekksatriði.

Elías

Þetta hljómar eins og alvöru fiskisúpa, ekki gervifiskisúpa eins og maður fær á íslenskum veitingastöðum. Ég meina, maður fer á "Ítalskan" veitingastað og fær Zuppa di Pesce með rjóma, halló? er einhver Framsóknarmaður í þínu eldhúsi?

Hugi

Prófa þetta allt :). Óttaðist á tímabili að ég mundi enda á slysadeild með pottinn fastan á hausnum, eins og Emil.

baun

mmm...hljómar vel. elda oft fiskisúpu sjálf. finnst gott að setja kókosmjólk í til að mýkja og fylla bragðið, sérstaklega þegar er karrý, cumin, kóríander og tómatpúrra í spilinu. duglegur strákur að fara í fjallgöngu og elda svo fiskisúpu:) eldaðu bara meira næst (forvarnir). vandræðaleg sitúasjón á slysó að mæta með pott á hausnum.

Kalli

Baun: ég hef heyrt um MIKLU vandræðalegri komur á slysó. Góð fiskisúpa yrði bara quaint og skemmtileg tilbreyting fyrir slysófólkið ;) Ég mun skoða uppskriftina síðar. Alltaf gaman að elda alvöru mat. Mig grunar samt að Linda myndi fíla matinn sem Bernard og Manny elda í Black Books þættinum Blood. Í það fer bara það besta :)

Hugi

Baun, ég horfði einmitt stíft á kókosmjólkina inni í skáp í gær, en sleppti henni þegar ég var búinn að smakka á súpunni. Hún fær þó að prófast næst :-). Og ef þú ert hrifin af kókosmjólkinni, þá er þessi hérna alveg málið: http://karlmenn.is/id/1000065 - svipað dæmi. Slysó... Tannburstar...

Lindablinda

Slysó .......ryksugur

Kalli

Slysó...kókfllöskur. Eitt deluxe pie, handa Lindu, með saffron, kampavíni, humar og ferskum krækling!

Hugi

Úr því þið eruð að hugsa á þessum línunum, þá er hér ein sem ku vera sönn. Slysó... Ljósapera... Brotin...

Lindablinda

....það er örugglega ekki slæmt. Hvenær á að vippa þessu upp fyrir mann? Slysó........nakinn maður og gallon af skipamálningu

Alda

Slysó ... fótbrot eftir að hafa reynt að dansa tangó við sjálfan sig í stofunni...

Lindablinda

Njahahahaha .....kemur út eins og ég vilji ljósaperutrikkið! Ég var að sjálfsögðu að meina "the pie" hahaha!

Hugi

Hehe, þetta er að verða eins og auglýsing fyrir dömubindi.. Djúp rödd: Slysó.... Be whatever you want to be...

Siggi Óla

Sönn saga af slysó (höfð eftir bróður skurðlæknisins) Hjúkka: "Læknir. Það er kona hérna frammi sem þarf á aðstoð að halda" Læknir: "Núnú" Hjúkka: "Hún er með titrara fastan í endaþarmi" Læknir: "Jahá...........er hann í gangi?" Hjúkka: "Nei" Læknir: "Nújæja.....Þá getur hún bara beðið"

DonPedro

Vá. Ég hef borðað hina súpuna, og hún er ÆÐI. Ég get ekki toppað slysósögurnar, sérstaklega ekki þá með ljósaperuna. Nastí sjitt.

Hugi

Þetta er ástæðan fyrir því að ég blogga, alfarið og einvörðungu. Ég set inn innlegg um fiskisúpu, og áður en ég veit af, þá er fastur titrari í endaþarmi einhvers og annar er farinn að dansa tangó við sjálfan sig. Þið eruð snillingar.

Harpa

Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér; þú ropar eftir matinn og það verður allt vitlaust í netheimum! Nei spaug, þú átt þetta allt. Ég er fegin að ég las ekki síðuna þína fyrr en eftir að þú settir inn komentakerfi (eða skömmu áður). Tel það reyndar mér að þakka eins og margt annað sem gert hefur verið gott í þessum heimi undanfarið.

Siggi Óla

Jamm....Fiðrildi prumpar í Kína og þá kemur hafgola á Raufarhöfn.

Hugi

:-)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin