Óskars geðheilsa - látin

24. nóvember 2006

Mig langaði nú bara rétt að benda á það að samsmali (já - þetta er orð) minn, Óskar, er endanlega búinn að missa vitið. Og við hin njótum góðs af, því þetta auglýsingalag sem maðurinn hefur framleitt er meðal þess undarlegasta hefur hent mig... tjah... a.m.k. í dag.

Téður Óskar er reyndar líka með skiptileikinn. Ekki svo vitlaust ef maður á t.d. ónotaðan dverg í geymslunni til að láta í skiptum fyrir betri dverg. Með sjálfskiptingu. Ó hjálp, hvað mig langar í sjálfskiptan dverg!


Tjáskipti

Mjása

I prefer my dworf with a stick...

Carlo

Microstud? Yndislegt lag annars.

Mjása

dwarf

Stefán Arason

Loksins er Óskar kominn á rétta hillu í tónlistinni.

lindablinda

Hvers á aumingjans dworfinn að gjalda mjása. Annars er þetta orðið uppáhaldslagið mitt. Er ekki frá því að mig langi í knússbarknúdel.

Carlo

Ég er hrifnari af knúsperbresel. Hef reyndar ekki glóru um hvað hitt er...

Hugi

"Dwarf with a stick". Þessi setning kallar fram svo margar.... Rangar... hugsanir.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin