Hugi Þórðarson

Merkilegt

Þetta fer að verða vandræðalegt. Það lítur út fyrir að þessa dagana setji ég fötin mín ítrekað óvart í suðuþvott. Það er eina rökrétta skýringin.

Bergur

Hehehe, ég kannast við þetta. Fötin mín minnkuðu líka talsvert þegar mín gekk með strákinn.

Hugi

Fjúkket. Gott að heyra það frá manni sem er í algjöru ríkisstjóraformi í dag. Ég er hættur að þora að hneppa að mér af ótta við að slasa fólk þegar tölurnar springa af.