Hugi Þórðarson

Helgin: Fótbolti, leti, Sjálfstæðisflokkurinn og önnur pólitík

Nú er enn ein helgin að líða - og um var að ræða fótboltahelgi eins og þær eru reyndar orðnar flestar.  Leeds United stóð ekki undir væntingum í gær og gerði 0-0 jafntefli við stórveldið Preston.  Leedsarinn Alan Smith var hins vegar maður leiksins þegar ManU lagði Chelsea í dag og tryggðu mér í leiðinni 1500 kr. lengjuvinnin (spáði Everton og ManU sigur í dag).
 
Helgarnar eru almennt yndislegar... það er samt alveg ótrúlegt hvað maður er latur!  Um virka daga nennir maður ekkert að gera heima, en þá getur maður reyndar afsakað sig með því að vera uppgefin eftir erfiðan vinnudag.  Helgarnar hefur maður hins vegar enga afsökun.  Er því hér með búinn að gefa sjálfum mér skotleyfi á mig til að kalla mig aumingja.  Mun hins vegar taka það mjög nærri mér geri einhverjir aðrir hið sama.
 
Hvað er hins vegar í gangi í Frakklandi???  "Kveikjum í bílum!  Það er örugglega besta leiðin til að berjast fyrir rétti okkar!". 
 
Svo liggur fyrir að Villi vann kjörið um að verða næsti borgarstjóri Reykjavíkur.  Þetta virðist bara alveg ágætis listi hjá sjálfstæðismönnum.  Ótrúlegt en satt, þá hefði reyndar viljað sjá Gústaf Níelsson þarna inni.  Ekki út af því að ég sé svo sammála honum, heldur er ótrúlega hressandi að hlusta stjórnmálamann sem er tilbúinn að halda á lofti óvinsælum sjónarmiðum.  Tilbreyting frá þessu venjulega sem gengur út á að finna út hvaða "setningar" eru vinsælar og segja þær svo nógu oft.
 
Talandi um pólitík, þá erum við Hugi spenntir fyrir því að setja á fót nýjan stjórnmálaflokk.  Það sem máli skiptir liggur þegar fyrir. 
1) Ísland í EB og Evruna hingað sem fyrst.
2) Afnema tolla og innflutningshöft á landbúnaðarafurðir.
 
Þetta hlýtur að duga til að koma nokkrum mönnum á þing.
 
Fótbolti í kvöld.  Það er algjör snilld að enda alltaf vikuna á fótboltatíma.  Það er sagt að menn leiðist oft út í að eyða tímanum í það sem maður er góður... það á ekki við mig held ég.  Ég er einstaklega hæfileikalaus knattspyrnumaður, en reyni að komast í bollta hvenær sem ég get.  Einnig er ég frekar slappur hljóðfæraleikari en hika ekki að takast á við hvað sem er á þeim vettvangi.  Skrítið.