Hugi Þórðarson

Sjónvarp

Í tilefni þess að Eddan var afhent í kvöld er kominn tími til að blogga aðeins um það sem máli skiptir í lífinu... sjónvarp.
 
Þeir sem þekkja mig vita væntanlega að ég er tiltölulega sjónvarpssjúkur.  Öðrum kemur það líklega á óvart.  Flestir sjónvarpssjúklingar skammast sín fyrir það.  Maður á jú að hafa eitthvað merkilegra að gera en að glápa á imbakassann, og ef ekki - nú þá getur lífið manns varla verið merkilegt.  Staðreyndin er bara sú að flest okkar eiga ekkert rosalega merkilegt líf.  Fæst okkar eru að gera hluti sem raunverulega skipta máli.  Fyrir nokkru áttaði ég mig á því að líklega myndi ég seint skipta einhverju máli (a.m.k. ekki utan veggja heimilisins).  Frítímanum ætti maður því einfaldlega að eyða í það sem manni finnst skemmtilegt.  Mér finnst meðal annars skemmtilegt að horfa á sjónvarp - og geri ég það því án þess að skammast mín.
 
Mánudaga horfi ég á Survivor.  Þættirnir eru reyndar orðnir fyrirsjáanlegir og alveg ótrúlegt hvað þeir endast við að framleiða nýjar seríur án þess að gera endurbætur á forminu.  Á eftir survivor tekur svo við CSI.  Fílaði fyrstu seríuna í tætlur, en eftir að CSI New York, CSI Miami og CSI lower Kentucky rural area fóru í loftið þá þykir mér söguþráðurinn hafa þynnst.  Tökur og tækni halda þó athyglinni þátt eftir þátt.  Sakna samt gífurlega LOST sem fá mín verðlaun sem sjónvarpsþættir ársins.
 
Þriðjudagar eru frekar slappir sjónvarpslega.  Horfi stundum á Amazing race, en það eina sem maður missir helst ekki af þessi kvöld er "Hustle".  Frábærir breskir þættir um svikahrappa sem beita ótrúlegum klókindum til að hafa fé af fólki sem á skilið að tapa nokkrum krónum.  Söguþráðurinn er alltaf snilldarlegur, leikur til fyrirmyndar, breskur húmor og fjör út í gegn.
 
Miðvikudagarnir eru verri en þriðjudagarnir.  "Do you think you can dance" fær þó yfirleitt nokkur augngot.  Little Britain eru reyndar frábærir þættir, en er búinn að sjá seríu nr. 2.
 
Fimtudagarnir eru CRAZY.  Þessi áður sjónvarpslausi dagur er nú orðinn helsti vígvöllur sjónvarpsstöðvana þar sem þær keppast við að yfirbjóða hvor aðra.  Yfirleitt horfi ég á Skjá 1.  Þar eru alltaf skemmtilegir gamanþættir - hverjir öðrum betri.  Undanfarið hef ég horft á íslenska piparsveininn.  Það eru líklega lélegustu þættir sem ég missi helst ekki af.  Hápunktur dagskránnar er "House".   House sjálfur er líklega einn flottasti karakter sem sést hefur í bandarísku afþreyingarsjónvarpi.  Ég hef aldrei þolað sjúkrahús-drama (eins og t.d. ER) og forðaðist því þessa þætti til að byrja með.  Datt svo inn í einn og er ekki aftur snúið.  Ríkissjónvarpið er einnig að gera frábæra hluti á fimtudögum.  Þar hefst herlegheitin á Scrubs - sem líklega eru einhverjir bestu gamanþættir  sem völ er á þessa dagana.  That 70's show fylgir svo í kjölfarið.  Fez og félagar kitla hláturtaugarnar áður en ALIAS nær heljartaki á hjartslættinum.  Stöð 2 klórar í bakkan með Footballers wifes, en yfirleitt missi ég af þessum svikulu tæfum. 
 
Á föstudögum er IDOL.  Say no more.
 
Á laugardögum missi ég helst ekki af Stelpunum.  Frábær húmor - líklega það besta sem íslenski húmoristar hafa látið frá sér - að heilsubælinu undanskildu.   Fyrir utan Stelpurnar er fátt um góða drætti á laugardagskvöldum (a.m.k. í sjónvarpinu).  Stöð 2 hefur klúðrað hinu glæsilega erlenda concepti "Það var lagið".  Norrænu útgáfurnar af þessum þætti eru algjör snilld.  Þetta sing-along dæmi hér hjá Hemma er bara alveg ömurlegt.  Skora á ykkur að fara á www.nrk.no og fara þar í vefsjónvarpið og horfa á nokkra þætti af "Beat for beat".
 
Sunnudaga er heldur ekki mikið að gerast.  4400 eru þó áhugaverðir og spennandi þættir sem ég reyni að fylgjast með.  
...og þá er vikan búin.
 
Fyrir utan þetta þá glápir maður auðvitað á fréttir, fótbolta, ísland í dag og kastljósið.  Og svo tilfallandi sjónvarpsgláp.
 
Þar með er lengsta og leiðinlegasta bloggi ársins lokið.  Ég lofa að vera ekki svona leiðinlegur næst.