Hugi Þórðarson

Smá gagnrýni

Mér leiddist í gærkvöldi og ákvað að kíkja á myndina "The Net 2.0". Ég sá strax á fyrstu sekúndum myndarinnar að þetta yrði slæm lífsreynsla, en það kom einhver þrjóska upp í mér og ég ákvað að ég skyldi klára að horfa á hana, sama hversu slæm hún yrði. Ég gerði mér því miður enga grein fyrir því að þessi mynd er ekki "léleg" í hefðbundnum skilningi, heldur frekar holdtekja hins illa.

Þegar myndin var hálfnuð var hún orðin svo vond að ég lenti hreinlega í andnauð af leiðindum. Fljótlega upp úr því fékk ég öflugt krampakast, beit álitlegt stykki úr tungunni á mér og ældi yfir mig allan. Þarna lá ég máttvana á gólfinu í súrum ælupolli, búinn að missa alla stjórn á hægðum, og kláraði að horfa á myndina, en rétt áður en hún endaði missti ég í einni andrá alla trú á mannkynið. Ég hágrét í samfellt 5 tíma og sofnaði ekki fyrr en kl. 6 í morgun, en þá fékk ég ítrekaðar martraðir um myndina, og þegar ég vaknaði, sveittur og öskrandi, reyndi ég að draga minninguna um hana út úr hausnum á mér með klaufhamri. Núna ligg ég hér alblóðugur og finn lífið blessunarlega fjara út. Dauðinn verður frelsun.

Ekki sjá þessa mynd. Hún er ekki góð.