Hugi Þórðarson

Siðspillti alkinn

Svona rétt vegna þess að Sveinbjörn kallaði mig siðspilltan alka, þá vildi ég bara koma því á framfæri að ég er alveg einstaklega grandvar og heiðarlegur og smakka varla áfengi. Fæ mér stundum sérríglas til að ylja mér á aðfangadagskvöld og er búinn að eiga sömu flöskuna í 3 ár.

Og á algjörlega óskyldum nótum vil ég nefna að ef einhver vill kaupa gögn úr ökutækjaskrá á niðursettu verði, þá verð ég á Ara í ögri til kl. 23:00 í kvöld. Ókeypis bjór og skot fylgir hverri kennitöluflettingu. Látið vini ykkar vita.