Hugi Þórðarson

Noregur-Ísland, og ýmislegt ómerkilegra hjal...

Aftur sannast það að Noregur er betra en Ísland.  Sorglegt, en satt.  Þegar þeir eru farnir að vinna okkur í handbolta, þá eru nú öll vígi fallin. 
 
Hvernig er þetta annars með samkynhneygða og kirkju-vígslur.  Eða kannski bara mannkynið almennt?  Hvers vegna viljum við alltaf tilheyra hópum/félögum sem við fáum ekki inngöngu í? 
 
Hvaða erindi á kirkjan almennt í okkar verstræna samfélagi?  Það vita allir að Guð er ekki til.  Sumir telja sig kristnir, en trúa samt ekki nema litlu broti af því sem er kjarni trúarinnar.
 
Hvers vegna eiga Leeds almennt erfitt með lélegust lið deildarinnar, en gengur svo ágætlega á móti þeim betri?
 
 Er eitthvað vit í einhverjum stjórnmálaflokki á Íslandi?
 
Og að lokum - hvers vegna var Kjetil Strand ekki tekinn úr umferð?
 
Þær eru margar og erfiðar spurningarnar sem sækja á mann.  Líklega spurningar sem við fáum aldrei fullnægjandi svör við, en ég ætla samt að gefa ykkur tækifæri á því að koma með ykkar svör í nýja flotta spjallkerfinu!