Hugi Þórðarson

Andvaka

Klukkan er orðin tvö og ég er ekki að fara að sofna fyrir brottför úr þessu, svo það er ekki um annað að ræða en að fikta í vefnum. Ég losaði mig við svarta bakgrunninn sem hefði getað gert Mary Poppins að krónískum þunglyndissjúklingi og "lagaði" myndina af mér, þannig að nú er hér loksins svona pure-evil, geislavirkur Hugi sem skýtur leisergeislum með augunum og borðar ungabörn með sultu í morgunmat. Mér líkar hann, hann meinar vel þótt hann sé svolítill klunni með geislana.