Hugi Þórðarson

Hilmir snýr ekki heim

Jæja, ég hef ekkert heim til mín að sækja og það er brjálað að gera í vinnunni, þannig að nú ætla ég opinberlega að hefja mitt eigið litla vinnumaraþon og vinna mér til óbóta næstu vikur. Ég er búinn að finna létt og hressilegt slagorð fyrir þetta átak; "Vinnan frelsar manninn", og hengdi það á borða fyrir ofan hurðina að skrifstofunni minni.

Ég er byrjaður að safna áheitum, þeir sem vilja styrkja framtakið eru beðnir að tjá sig við þessa færslu og tiltaka þá nafn, kennitölu og fjölda koffíntaflna sem styrkja skal um.