Hugi Þórðarson

...og þess vegna eru stormjárn á gluggum

Ég var áðan rétt búinn að drepa mig við að reyna að opna gluggann inni í svefnherbergi. Hann var eitthvað stífur svo ég lagðist á hann af fullum þunga, en þá hrökk hann skyndilega upp með slíkum látum að ég hentist út á eftir honum með álíka mikilli tign og hreyfihamlaður geðsjúklingur í flogaveikiskasti. Þegar ég var búinn að ná stjórn aftur á útlimunum tókst mér að krækja fótunum í ofninn undir glugganum og svo eftir mikið bras að hala mig inn á gluggatjöldunum.

Það eina sem ég hugsaði meðan ég þeyttist út var "Bravó, Hugi, bravó, virðulegur dauðdagi, hrapaðu af þriðju hæð við að opna glugga".