Hugi Þórðarson

Jæja

Ég var rétt í þessu að skella húslyklunum mínum í suðuþvott, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að þetta er í þriðja skiptið. Af einhverjum ástæðum finnst mínum stórskemmda heila ekkert eðlilegra en að skella lyklunum bara með þegar ég fylli þvottavél af handklæðum. Ég er sem betur fer búinn að læra að lifa með þessari fötlun og er hættur að læsa íbúðinni minni þegar ég fer niður í þvottahús.

Og svo maður líti nú á björtu hliðarnar, þá á ég líklega hreinustu húslykla í heiminum.