Hugi Þórðarson

Rusl

Á morgun ætla ég að elta uppi manngerpið sem hannaði farsímann minn, og þegar ég finn hann, ætla ég með tveimur fingrum og einni snöggri hreyfingu að svipta hann þeim munaði sem eðlilegar hægðir eru.

Ég þurfti ekki að láta vekja mig með litlum lagstúf klukkan 2 að nóttu, og það af alveg stórskemmtilegum draumförum, til að vita að síminn er að verða rafmagnslaus. Þessi símafjandi er eins og smábarn, grenjandi á næringu að næturlagi, ég var að því kominn að gefa honum brjóst í svefnvímunni.

Grrrr. Góða nótt.