Hugi Þórðarson

CV

Af einhverri ástæðu fór ég í vikunni að hugsa um að ég hef aldrei á ævinni búið til CV og ákvað að setjast niður og skrifa eitt slíkt, fyrst og fremst sem æfingu fyrir sjálfan mig. Þegar ég var kominn á blaðsíðu sjö þá þyrmdi yfir mig. Ég er búinn að gera svo fáránlega margt um ævina að það varð skammhlaup í heilanum á mér þegar ég reyndi að rifja það allt saman upp.

En þetta er merkileg æfing og ég ætla að halda áfram með hana síðar. Þetta hjálpar manni að skilja hvað skiptir máli og að flokka það sem maður hefur gert, í það sem skiptir máli fyrir mann sjálfan, það sem skiptir máli fyrir ferilinn, það sem skiptir máli fyrir aðra og svo það sem skiptir bara engu máli yfir höfuð.

Ég ætla að geyma þetta CV mitt aðeins. Ég þarf hvort sem er (vonandi) ekki að nota það á næstunni.