Hugi Þórðarson

Vefunartíð

Jæja, það er löngu tímabært að taka þennan vef í gegn - maður verður að hafa eitthvað að dútla við á meðan maður hlustar á alla þessa tónlist. Ég ætla að fylgja fastmótuðu og vel skilgreindu verkferli og ráða verkefnisstjóra frá IMG Gallup til að fylgja verkinu eftir. Ekkert gaman að forrita ef maður getur ekki haldið vikulega stöðufundi.

Ég ætla að byrja á tjáskiptakerfinu. Hér er það sem ég ætla að gera til að byrja með skv. þarfagreiningunni, þið kannski sparkið í mig ef þið eruð með góðar hugmyndir til viðbótar.

  • Tjáskiptin muni upplýsingar um notendur sem skrifa
  • Stuðningur við nokkur einföld HTML-tög
  • Myndir af þeim sem skrifa (notendur geta sett þær inn sjálfir)
  • Fallegra og læsilegra viðmót (mig langar að byggja það á útliti iChat)
  • Skapbrigðasvipstáknmyndir (eða hvað sem broskallar heita nú á íslensku)
  • Tilkynning í tölvupósti til þeirra sem hafa þegar skrifað við færslu þegar svar er sett inn (valkvæmt)
  • Meiri upplýsingar við hverja færslu á forsíðunni, um hvenær nýjasta svar var sent inn og af hverjum
  • Betri stuðningur við dverga

Svo fæ ég Önnu til að halda fyrir mig ribbon cutting ceremony þegar allt er tilbúið.