Hugi Þórðarson

CSS-textareitir í Safari

Jibbí, WebKit-útgáfan af Safari styður núna CSS á textareitum. Úff, hvað það var löngu kominn tími á það. Og auðvitað er útfærslan flottari en í nokkrum öðrum vafrara, það er hægt að treysta Apple til að gera hlutina rétt þegar þeir loksins drífa í þeim.

Annars er þessi WebKit-útgáfa farin að líta snilldarvel út og ég er orðinn alveg háður nýja "inspectornum" sem er mikið þarfaþing við CSS-smíði (sjá mynd). Hann leyfir manni að gramsa í öllu DOM-tré vefs á einfaldan hátt og sjá hvaða stílsnið eiga við um ákveðna vefhluta.