Hugi Þórðarson

Nirvana

Ég fylgdi leiðbeiningum Mjásu í gærkvöldi til að ná Nirvana. Það virtist vera að virka, því skömmu fyrir miðnætti fann ég fyrir magnaðri tilfinningu, þrá sem náði djúpt niður í kviðarholið á mér og beið þess að brjótast út, þannig að ég lagðist niður og bjó mig undir að upplifa andlega ljómun. Svo ropaði ég og tilfinningin hvarf. Ég virðist ekki þekkja muninn á alsælu og meltingartruflunum.