Hugi Þórðarson

Sævar Snær í leikskólanum

Ég stal þessum myndum af vef leikskólans hanns SSS.  Þegar ég fletti í gegnum myndirnar á leikskólavefnum þá sat Sævar Snær hjá mér og byrjaði bara að þylja upp nöfnin á öllum krökkunum sem voru á myndunum.  Líklega er það nú ekkert óeðlilegt, en mér fannst bara ótrúlega sætt að sjá hann benda á alla þessa "vini" sína og segja mér frá því hvað  þeir heita :)