Hugi Þórðarson

They're on to me

Síminn hringir.

- "Halló"
- "Hugi Þórðarson?"
- "Já"
- "Sæll, þetta er hjá Intrum Domini, sálarinnheimtudeild Biskupsstofu. Ég er að hringja til að láta þig vita að þú ert kominn á vantrúarskrá hjá Vantrausti. Ef þú iðrast ekki innan 30 daga þá neyðumst við til að setja málið í guðfræðing."
- "Guðfræðing?"
- "Já, guðfræðing. Og ef það gerist, þá gætirðu lent í bannfæringu og brunnið í helvíti um alla eilífð. Ekki láta málið ganga svo langt. Ef þú kemst ekki í messu á morgun þá geturðu komið til okkar á Laugaveginn eftir helgi og samið um aflát. Mundu. Helvíti. *click*".