Hugi Þórðarson

Súpa

Ég púslaði saman fáránlega einfaldri fiskisúpu þegar ég kom heim eftir fjallgöngu í hádeginu í gær, og hún heppnaðist bara nokkuð vel. Raunar svo vel, að þegar ég kom heim eftir matarboð gærkvöldsins, þambaði ég restina og sleikti svo pottinn að innan eins og krakkfíkilll.

Skrifaði meira að segja niður uppskrift, aldrei þessu vant. hugmyndir að endurbótum vel þegnar.