Hugi Þórðarson

Svalbarði - Here I come!

Ligg hérna uppi í rúmmi á hótelherbergi í miðbæ Óslóar og hugsa um spennandi dag framundan.  Á morgun verður lagt upp í för langt, langt, langt norður - alla leiðina til Longyearbyen á Svalbarða.  Norðmenn hýsa þetta árið hið árlega "Nordisk registermöte" og voru svo alminnilegir að hafa það á Svalbarða.  Á morgun verður sem sagt stigið upp í vél  kl. 9:30, og um 14 munum við stíga fót á þessa norðlægu eyju þar sem ísbirnir og fólk búa hlið við hlið.  Í Longyearbyen - sem jafnframt er stærsti bær svalbarða með um 1400 íbúa - eru reglulega skýli sem hægt er að hlaupa inn í skyldi ísbjörn verða á vegi manns.  Ef farið er út úr bænum er skylda að hafa með sér skotvopn.
 
Á morgun ætlum við út úr bænum.  Milli kl. 21 og 01 annað kvöld verður farið í snjósleðaferð í miðnætursólinni.  Ég er nú ekki mikil útivistarfrík, en mikið rosalega hlakka ég mikið til!  
 
Jæja... ef ég kemst í nettengingu á Svalbarða, þá skal ég vera duglegur að blogga og segja ferðasögur!