Hugi Þórðarson

Svalbarði - Dagur 2

Því miður lítið fréttnæmt frá degi 2.  Fundarhöld hafa sett sterkan svip á daginn.  Ræs kl. 8  og byrjað kl. 9 í morgun (og ég þvílíkt að deyja úr þreytu, en da lá ég andvaka og gat ekki sofnað fyrr en um 4).   Fundað var svo alveg til 18.  Þá skreið ég bókstaflega upp á herbergi og sofnaði og svaf í 2 tíma.  Þá tók kvöldverður við og svo samverustund á hótelbarnum. 
 
Maturinn svo sannarlega ekki að verri endanum í dag heldur.  Í hádegismat var grilluð kjúkklingabringa með hrísgrjónum.  Í kvöldmat var svo önd í forrét, kálfakjöt (tenderloin) í aðalrétt og súkkulaðikaka með ískrami í eftirétt.  Súkkulaðikakan reyndar lítið skárri en aðrar súkkulaðikökur, enn annað æðislegt!.
 
Eftir hádegi komumst við reyndar í smá verslunarleiðangur í miðbæinn.  Þar gat maður t.d. keypt ísbjarnarskinn (með haus) á ca. 400.000 og 1/2 kg. af  "minis"-súkkulaði á 350 kr.  Spurning dagsins er:  Hvort af þessu keypti Einar?  ;)
 
Því miður enn engir ísbirnir og heldur engar myndir.  ræs eftir 6 tíma og því best að fara að halla augunum.
 
skjáumst á morgun!