Hugi Þórðarson

Skýjaglópur

Ég er að horfa út um gluggann hjá mér á stærsta rorschach-próf veraldar: hálfskýjaðan himininn. Og ég sver að einmitt núna gnæfir yfir Reykjavík sá stærsti kvenmannsbarmur (eða fremur óheppilegur karlmannsbarmur) sem ég hef á ævinni séð. Það eina sem skemmir þessa fallegu mynd er kameldýrið sem stendur við hliðina og horfir á barminn löngunaraugum.

Ætli þetta séu ónæmisviðbrögð við þessu "testosteroni" sem ég hef heyrt svo mikið um?