Hugi Þórðarson

Ó ljúfa líf

Er þessa dagana hjá fjölskyldunni í Noregi - og þvílíkt lúxus líf :)  Frá því að ég kom s.l. föstudag hefur verið 20-25°C hiti og glampandi sól.  Ský er eitthvað sem maður man varla hvernig lítur út og brúni liturinn hefur nú þegar fríkkað upp á mitt áður föla íslenska andlit. 
 
Sævar Snær er auðvitað í miklu stuði, enda athyglisþörf hanns svalað að mestu leyti.  Hann var reyndar með hita fyrstu dagana, en það svo sem plagaði hann ekki mikið.
 
Sjálfur hef ég það rosa gott.  Maður vaknar, tekur smá vinnutörn í póstsamskiptum, klæðir sig í bikiníið og röltir svo niður í bæ í göngutúr með mömmu, ömmu og Sævari Snæ.  Komum við í Koppervik Catering og kræki mér í smá morgunmat, og röltum svo heim aftur.  Þá tekur við önnur tölvupóst-törn, sólbað og afslöppun.  Seinni partinn skreppur maður svo í tennis og svo tekur við smá snúningar - t.d. verslunarferðir eða að vinna í bátnum.  Við vorum t.d. að vinna í bátnum í gær og ég lá í botninum og var að skrúfa framrúðuna fasta.  Mamma og SSS horfðu á okkur úr glugganum og sagði mamma við SSS að pabbi og afi væru að vinna í bátnum.  Hann vissi nú betur og sagði: "Ne-ei.  Afi er að vinna, en pabbi er bara að leggja sig" :)     Um kvöldið tekur svo við matarveisla og tölvuleikir og sjónvarpsgláp.  Ó ljúfa líf :)
 
Á föstudaginn fer ég svo á WigWam tónleika í Aakra.  Það verður eflaust fjör!  Annars er stefnan tekin á að koma bátnum á flot þannig að hægt verði að þeytast um sundið aðeins áður en við förum heim.
 
Ég er búinn að setja myndir úr noregsferðinni inn á http://www.simnet.is/eis/ .  Endilega kíkið á þær og fáið draumalandið beint í æð :)
 
AÐ LOKUM VIL ÉG TILEINKA LEEDS NOKKRAR SETNINGAR FYRIR AÐ HAFA VEITT MÉR ÓMÆLDA ÁNÆGJU Á MÁNUDAGINN MEÐ ÞVÍ AÐ KOMAST Í ÚRSLITALEIK UMSPILS UM SÆTI Í ÚRVALSDEILDINNI.  ÞETTA ER KANNSKI EKKI BESTA LIÐ Í HEIMI, EN ALLT ERU ÞETTA HETJUR SEM KUNNA AÐ BERJAST AF LÍFI OG SÁL.  SVO ER ÞAÐ BARA AÐ VINNA ÚRSLITALEIKINN OG ÞÁ GETUR MAÐUR LOKSINS ORÐIÐ FÓTBOLLTAFÍKILL Á NÝ EFTIR TVEGGJA ÁRA TÍMABIL ÞAR SEM ALLT OF LÍTIÐ HEFUR VERIÐ HORFT Á FÓTBOLTA!!!!