Hugi Þórðarson

Partýleikir

Jæja, annað kvöld er starfsmannahóf hjá Umferðarstofu. Sem er alveg ótrúlegt rangnefni, þar sem ég minnist þess ekki að starfsmenn hafi sýnt hóf á slíkum samkomum hingað til. En já, mig bráðvantar skemmtilegar hugmyndir að partýleikjum fyrir kvöldið.

Þar sem þið sem skrifið hér eruð öll svo bráðskemmtileg að ég fæ heilablóðfall og hermannaveiki við tilhugsunina, þá datt mér í hug að þið gætuð lumað á einhverjum góðum leikjahugmyndum.

Sá sem stingur upp á besta leiknum fær í verðlaun axla- og herðanudd frá mér. En ég vona að þið komið samt með einhverjar hugmyndir. Athugið að nuddið er framseljanlegt, t.d. til ykkar versta óvinar.

PS: Ég lofa að næsta færsla verður skemmtileg, er farinn að fá samviskubit yfir leiðinlegheitunum hérna.