Hugi Þórðarson

VIÐ ERUM TIL FYRIRMYNDAR!!! -- Silvia Night -- LEEDS

Nú er Einar hamingjusamur!  Í vikunni var Umferðarstofa útnefnd "Ríkisstofnun til fyrirmyndar" af nefnd skipaðri af fjármálaráðherra.  Þessi titill var nú veittur í 6. skipti en verðlaunin eru veitt annað hvert ár.
 
Árið 2003 hófum við hjá Umferðarstofu stefnumótarvinnu fyrir þessa nýju stofnun.  Fyrsta setningin í framtíðarsýn okkar var ákvörðuð "Árið 2006 verður Umferðarstofa talin fyrirmyndarstofnun í ríkisrekstri".  Við erum því búin að stefna að þessum titli í 3 ár og það að þetta hafi tekist er alveg ótrúlegt!  Þetta hefur krafist gífurlegrar vinnu, mikils viljastyrks og brjálaðslega mikils metnaðs.  Hins vegar eru ríkisstofnanir á þriðja hundrað (ef ég man rétt) og margar þeirra að gera frábæra hluti.  Ég hugsa að ég geti því fullyrt að þátttaka í því að tryggja okkur þessa útnefningu er líklega stærsta afrek mitt í lífi mínu hingað til.   Ég verð að viðurkenna að sjálfum fannst mér við eiga þetta fyllilega skilið.  Umferðarstofa er frábær vinnustaður þar sem hver starfsmaðurinn er öðrum öflugri og skemmtilegri.  Húrra fyrir okkur!  (ps:  það má vera montin á svona tímamótum svo lengi sem maður hættir því innan 7 daga)
 
Í gær hélt ég svo fyrirlestur á þessari ráðstefnu:
http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/almennar-frettir/almennar-frettir/nr/6202
 
Fyrirlesturinn má finna hér:
http://www.stjornendavefur.is/stjornun/radstefnur/nr/6252
 
Ég hef nú reyndar verið nokkuð duglegur við að halda fyrirlestra undanfarin 2 ár, en það er ótrúlegt hvað stressið áður en maður stígur á svið ætlar að vera seigt.  Sérstaklega á svona ráðstefnu þar sem gestirnir eru kröfuharðir og mælendalistinn nánast einvörðungu settur saman af þjóðþekktum einstaklingum, eða þá a.m.k. fagfólki með mikla reynslu.  Það var þó sérlega ánægjulegt að einn fyrirlesarinn var Ólafur Sigurðsson, skólastjóri Borgarholtsskóla.  Borgarholtsskóli fékk hvatningarverðlaun frá nefndinni sem útnefndi okkur fyrirmyndarstofnun, en Óli var umsjónarkennari minn í 10. bekk í grunnskóla :)  Hann var hress að vanda, en þar sem líklega aðeins foreldrar mínir lesa þessa síðu þá kem ég hér með á framfæri kveðjum frá honum Óla - hann biður kærlega að heilsa.
 
 
Frétt Umferðarstofu um útnefninguna:
http://us.is/scripts/WebObjects.dll/US.woa/wa/dp?detail=2101&name=frett_ny
 
Fréttatilkynning Fjármálaráðuneytisins um tilnefninguna:
http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/frettatilkynningar/nr/6205
 
 
Þetta var þó ekki eini gæðastimpillinn sem við fengum í vikunni, en Umferðarstofa lenti einnig í 9. sæti í vali SFR á "Stofnun ársins 2006".  Það verður einnig að teljast frábær árangur - sérstaklega í ljósi þess að allar stofnanir fyrir ofan okkur hafa a.m.k. helmingi færri starfsmenn en við og því varla hægt að líkja því saman hvernig halda þarf á starfsmannamálum hjá okkur og þeim.  Sem sagt - í raun unnum við þetta líka ;)
 
Úrslit:
http://www.sfr.is/files/40212276701-StofnunArsins2006-heildareinkunn.pdf

 
Það er ekki bara Umferðarstofa sem hefur unnið stóra sigra í vikunni.  Súperstjarnan Silvia Night hefur einnig unnið alla persónulega sigra sem hægt er að vinna.  Hún hefur sko verið allt sem hægt var að ætlast til úti í Athenu.  Frammistaða hennar á sviðinu var kannski ekki 100%, en hún var a.m.k. 100% Silvia.  Það er alveg ótrúlegt hvað hún nær að halda sér í karakter - og toppar svo sjálfa sig EFTIR keppnina með því að ásaka Carolu um að hafa svindlað með því að dúndra yfirmann keppninar úti í bíl :)   Það er mikill missir fyrir Evrópu að hafa ekki haldið henni inni í keppninni. 
 
Það er samt ekki bara Grikkir sem skilja ekki húmorinn.  Mamma Jóhönnu sagði í dag: "Þessi Silvía - hún er nú alveg pottþétt á kafi í dópi.  Fólk lætur ekki svona nema það sé á kafi í neyslu".  Þessi viðbrögð segja einfaldlega allt um það hversu frábær Silvia hefur verið.
 
Ég mæli með að við sendum Silvíu aftur á næsta ári - og það er ekkert grín!
 

LEEDS - WATFORD Á SUNNUDAGINN!  Þá bætist vonandi enn í hamingju mína með því að Leeds skjóti sér upp í knattspyrnudeild þeirra bestu.  Ég skora á alla sem glasi geta lyft að mæta á Ölver kl. 14 á sunnudaginn og fylgjast með þessum leik aldarinnar.
 

 
Frábærri vinnuviku lokið og sömuleiðis frábærum degi.  Hræddur um að þetta endi með því að maður springi úr hamingju ef Leeds skyldi nú vinna á sunnudaginn :)