Hugi Þórðarson

Inntaka

Ég er á leiðinni í inntökupróf til náms í djasspíanóleik við Tónlistarskóla FÍH á eftir og þar sem ég hef ekki gefið mér tíma til að æfa fyrir þennan viðburð, þá þarf ég kraftaverk. Þetta er s.s. viðvörun, frá kl. 12:30 til 15:00 í dag verð ég trúaður, jafnvel frelsaður.

Ef einhver lesandi á galdradúkku, þá yrði ég þakklátur ef viðkomandi potaði í hana á réttum stöðum fyrir mína hönd í dag.