Hugi Þórðarson

Fegurð mannslíkamans

Ég er enginn sérstakur siðapostuli en var að uppgötva siðferðisleg þolmörk mín í búningsklefa TBR áðan. Þegar sveittur og loðinn 140 kílóa karlmaður stendur nakinn við hliðina á mér, ropar fyrst eins og hann sé andsetinn og prumpar svo kröftulega, einmitt nákvæmlega þá er mér misboðið.