Hugi Þórðarson

Lesandabréf

Mér hefur borist lesandabréf. Til að fyrirbyggja að það gerist aftur ætla ég að svara því. Það hefur aldrei leitt til góðra hluta að leita ráða hjá mér, og hvað þá að hlíta þeim - einn vinur minn gerði það einu sinni og það gerir hann aldrei aftur.

Vegna þess að hann dó.

Þetta á líka eftir að hjálpa mér að leiða hugann frá nýju trúuðu grönnunum mínum. Nú eru börnin þeirra flutt inn og byrjuð að hoppa um á kengúruprikum með háværum gormum, enn eitt mál fyrir mig til að taka fyrir á næsta húsfundi.

En já hér er bréfið:


Kæri Hugi.

Ég á enga karlkyns vini, en þar sem ég er mikill aðdáandi þinn og oft-á-dag-legur lesandi vefsins þíns, líklega vegna þess að þú ert með stælta vöðva og falleg augu og ótrúlegt hár og þessa litlu sætu spékoppa sem mig langar alltaf að narta í þegar ég sé þá, langar mig að varpa til þín spurningu.

Ég og maðurinn minn höfum ekki getað lifað eðlilegu samlífi undanfarna mánuði þar sem hann á við risvandamál að stríða. Þarna erum við, komin inn í rúm - ég nakin nema með fjaðurkúst á hausnum, annan fingurinn í eyranu og eitt svart eggaldin á milli brjóstanna, nákvæmlega eins og hann vill - en ekkert gerist. Hvað er til ráða? Eigum við að prófa lyf - og geturðu sagt okkur eitthvað um virkni lyfja sem gætu hjálpað?

Þín að eilífu,
Ein í vanda


Kæra Ein í vanda.

Ég er ekki hissa á að þú skulir skrifa nafnlaust því þetta er neyðarlegt vandamál og þú ættir ekki að tala um það við neinn, heldur loka það djúpt, djúpt inni og vona að það hverfi. Sem betur fer er leyndarmál þitt og nafnleysi vel varðveitt hjá mér og ég mun senda svar beint á netfangið olof.birgitta.jonsdottir@kaffistofa.landspitali.is, svo hafðu ekki áhyggjur.

En óháðar rannsóknir (já, ég er óháður) hafa sýnt að vandamál af þessu tagi eru undantekningalaust konunni að kenna. Líklega ertu ekki falleg lengur.

Það er stutta svarið.

En það er líka hugsanlegt að maðurinn þinn sé orðinn samkynhneigður eftir margra ára slæmt hjónaband og eigi viðhald (ég vil ekki segja karlhóru) á Kaffi Austurstræti. Þú ættir að athuga hvort hann lyktar af heróíni þegar hann kemur heim á kvöldin, það er oft greinilegasta vísbendingin um að vandamál sé til staðar.

Prófaðu að klæða þig sem karlmann til að koma honum til. Það er hægt að nálgast nauðsynlegan búnað til þess í flestum kjörbúðum bæjarins, einföld útgáfa af karlmannsbúningi er t.d. stór banani, bjórflaska og golfkylfa. Til að ná röddinni niður geturðu svo fengið þér Gunnar I. Birgisson'o'matic raddbreytimótorinn sem fæst í BYKO á kr. 1.990.

Annar möguleiki er að maðurinn þinn hafi hrifist af tíðarandanum í samfélaginu og glamúrmyndum í DV og sé farinn að leita langt, langt niður á við í aldri. Það vandamál hefur svipaða lausn og hið fyrra, nema þá notarðu snuð og fullorðinsbleiu (þær fást á góðu verði í sérverslun framsóknarmannsins við Frakkastíg) til að ná til hans aftur.

Haldið ykkur frá stinningarlyfjum, þau eru afbrigðileg og notkun þeirra er pervertismi og ekkert annað. Þú getur allt eins blásið upp smokk og límt á karlinn eins og að fóðra hann á pillum, það er jafn "alvöru".

Þinn vinur,
- Hugi