Hugi Þórðarson

Rugl

Í dag, klukkan 15:02 að staðartíma, gekk ég inn í Hljóðfæraverslun Leifs Magnússonar við Suðurlandsbraut með einfalt markmið í huga: Ekki kaupa píanó.

Og ég stóðst freistinguna, því stuttu síðar gekk ég út án þess að hafa keypt píanó. En núna á ég hinsvegar frátekinn þar Yamaha C2 flygil sem væntanlegur er til landsins á næstu dögum.

Bara til að prófa, sko.