Hugi Þórðarson

FÍH

Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag biðu mín tvö bréf frá Tónlistarskóla FÍH. Fyrra bréfið sem ég opnaði byrjaði svona:

Ágæti umsækjandi. Okkur þykir miður að tilkynna þér að umsókn þín um skólavist veturinn 2006-2007 hefur ekki verið samþykkt.

Gríðarleg vonbrigði. En seinna bréfið byrjaði svona:

Ágæti umsækjandi. Okkur er ánægja að tilkynna þér að umsókn þín um skólavist veturinn 2006-2007 hefur verið samþykkt.

Og það er búið að loka skrifstofu skólans. Ég held að þetta sé hluti af alheimssamsæri dverga og kommúnista um að gera mig geðveikan.