Hugi Þórðarson

Mbl.is á góðum degi

Það þarf svo lítið til að skemmta mér. Ég er búinn að sitja með tárin í augunum (af hlátri) og berjast í gegnum grein á mbl.is (afrit) þar sem reynt er við heimsmetið í slæmu málfari. Grípum aðeins niður í greinina…:

Ef uppeldi eða félagslegir þættir tengdir eldri bræðrum undirstrika hin bróðurlegu fæðingarröðunaráhrif (tengslin milli fjölda eldri bræðra og samkynhneigðar karla) þá ætti fjöldi ólíffræðilegra bræðra að spá fyrir um kynhneigð karla, en svo er ekki.

Já. Þannig.

Mig grunar að það séu hersveitir af erlendu vinnuafli á skrifstofum mbl.is með orðabækur að þýða greinar af erlendum netfjölmiðlum. Ég prófaði að renna upprunalegu greininni af BBC í gegnum þýðingartól á Netinu og ég er ekki frá því að niðurstaðan, greinin "Kviður umhverfi makes mannskapur gay", sé skýrari en sú á mbl (prófessor Kirkjusöngur frá Rósasilki Háskóli kann sitt fag).

Mig langar í "ólíffræðilegan bróður".