Hugi Þórðarson

Buxnakast

Ætlaði að henda buxunum mínum kæruleysislega á borð í svefnherberginu í dag, en beitti aðeins of miklum styrk og þær hurfu afar kæruleysislega út um glugga við borðið. Svo ég þurfti að rölta kæruleysislega niður tvær hæðir og sækja buxurnar mínar út í garð.

Ekki að virka. Ég þarf alvarlega að fá mér stormjárn á þennan svefnherbergisglugga.