Hugi Þórðarson

Varúðarráðstafanir

Aðeins tvær vikur þar til ég yfirgef þetta land og fjölmenni á ráðstefnu um hugbúnaðarsmíðar í San Francisco. Dásamlegt.

Eins og ég hef áður sagt frá sólbrann öll húðin og einn útlimur af mér þegar ég hætti mér síðast þarna út, enda Kalifornía ögn sólríkari en Reykjavík. Auk þess sem ég og sólin höfum lengi eldað grátt vetni úr helíumi með kjarnasamruna saman - mín kenning er sú að hún öfundi mig, því ég skín skærar en hún þegar ég fer úr fötunum.

En ég er búinn að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og pantaði mér í dag geislavarnargalla til að fara í á ströndina. Ég er samt efins. Þessi gerð, sem er toppurinn í dag og fékk fimm stjörnur í Red Hair Weekly, á vissulega að veita eðlilegu fólki fullkomna öryggistilfinningu og vernd gegn áhrifum alfa-, beta- og gammageisla, en mig grunar að ég eigi samt eftir að sólbrenna.