Hugi Þórðarson

Frumburðurinn

Jæja, búið að framleiða sultutau á heimilinu. Fæðingin gekk vel og afkvæmið er rétt um tvö kíló af þrælstinnu og ansi hreint ætilegu rifsberjahlaupi.

Og nú vantar bara vörumerki á afurðina. Þar sem við erum á léninu karlmenn.is datt mér auðvitað fyrst í hug að nota "Man-Jelly" en áttaði mig fljótlega á að það mundi bara misskiljast. Það eru víst ekki allir jafn saklausir og hreinir í hugsun og ég.

Svo datt mér í hug "Skaftárhlaup" eða "Langhlaup" en það er náttúrulega bara hallærislegt. Betri hugmyndir óskast, annars enda ég með "Dr. Hugh's Rather Refined Rubyred Redcurrant Rarity" eða eitthvað álíka slæmt.

PS: Ef einhver er að velta fyrir sér hvers vegna ég tek mynd í hvert skipti sem ég hreyfi mig þessa dagana, þá er það nú bara vegna þess að ég er nýbúinn að fá mér myndavél. Engar áhyggjur, þetta líður hjá á nokkrum dögum.