Hugi Þórðarson

Brúkaður kjaftur

Hringvöðvinn fyrir neðan nefið á mér kemur mér stöðugt á óvart. Endalaus uppspretta undrunar og gleði.

Fór í badminton í fyrrakvöld. Eftir lokaleikinn settumst við mótspilarinn að venju niður og spjölluðum. Meðan við sátum á bekknum gengu tveir menn framhjá okkur, annar þeirra leit á okkur og sagði brosandi "Haha, var þetta erfiður leikur, þið eruð svo sveittir og rauðir".

Ég ætlaði að skjóta til baka einhverju léttu gríni, en mér til mikillar undrunar sagði ég "Þú ert sjálfur bæði ljótur og illa vaxinn".

Ætli þetta sé reiðivandamál?