Hugi Þórðarson

Enginn skaði skeður

Herramennirnir í Tónlistarskóla FÍH virðast ekki erfa stóra trommuprófamálið við mig, því prófið skilaði mér inn í hljómsveit. Og skemmtileg hljóðfæraskiptan, básúna, trompet, saxófónn, bassi og trommur - og ég á píanó. Sem betur fer. Ég hefði alveg trúað þeim til að setja mig á trommur eftir þessa þvælu um daginn. Það hefði ég gert í þeirra sporum.