Hugi Þórðarson

Stemning

Kíkti aðeins heim í hádeginu. Það er greinilega alveg mögnuð stemning í einhverri íbúðinni því strax og ég kom inn í stigaganginn mætti mér megn áfengislykt og greinilegt glasaglamur. Og nú er kvenrödd að syngja "On my own" í ellefta skipti. Í röð.

Alveg er ég viss um að féló hefur keypt íbúð í blokkinni og er búin að planta einhverjum krakkfíklum í hana. Eins og hafi nú ekki verið nóg að sitja hérna uppi með landbúnaðarráðherra, kynskipting sem heldur að hann sé fyrrverandi forseti og tvo kennara.

En á jákvæðu nótunum þá heyrist mér Anna vera í framkvæmdagírnum. Heyri svona óljóst krafs eins og hún sé að skríða um gólfin uppi, líklega einmitt með tuskuna að þrífa. Vildi að ég væri jafn duglegur og hún, hún er svo full af orku þessi elska.