Ég bankaði upp á hjá Önnu í hádeginu í dag til að sýna henni geitungsbúninginn sem ég ætla að mæta í á grímuballið. Þegar hún sá mig í búningnum rak hún upp óp, hljóp inn á klósett og læsti að sér. Og þegar ég bankaði á dyrnar neitaði hún að koma út.
Furðulegir þessir nágrannar.