Hugi Þórðarson

Petrucciani

Einn af mínum uppáhalds píanistum er Michel Petrucciani. Ég ætla ekki að fjölyrða um hann (Wikipedia veit meira um líf hans en ég) en hann fæddist mjög fatlaður og varð dvergvaxinn. Þegar hann lék á tónleikum var hann borinn inn á sviðið eins og hvítvoðungur og settur á píanóstólinn, þar sem hann lék á píanóið með aðstoð sérsmíðaðs tækjabúnaðar til að ná niður á fetlana. Engu að síður hafði þessi maður skapað sér nafn sem einn besti djasspíanisti veraldar þegar hann lést árið 1999, aðeins 36 ára gamall.

Þetta myndband af Petrucciani er til áminningar um að það er sama hversu mikla erfiðleika maður glímir við, það er alltaf hægt að sigrast á þeim.