Hugi Þórðarson

Álver

Skora á ykkur höfuðborgarsvæðisbúa sem haldið að 100% náttúruvernd sé "the gratest thing since sliced bread" að lesa smá hugleiðingu frá Sigga félaga mínum að austan.  Hann er einn af þeim sem fékk tækifæri til að flytja austur til að starfa í tengslum við menntun sína í kjölfar byggingu álvers á Reyðarfirði.
 
http://www.sigginobb.blogspot.com/
 
Annars er ég að lesa "Draumalandið", en það er frábær bók sem ætti ekki að fara fram hjá neinum.  Furðulegt hvernig við Andri getum verið svona sammála þrátt fyrir að annar okkar sé virkjunarandstæðingur en hinn fylgjandi núverandi framkvæmdum fyrir austan.  (Andri er sem sagt þessi á móti ;) )  Blogga nánar um bókina "fljótlega"...