Hugi Þórðarson

Smá misskilningur

Rölti svefndrukkinn fram í eldhús í átt að tekatlinum klukkan sjö í morgun. Á leiðinni rak ég augun í risastóra háhælaða kvenmannsskó við hliðina á mínum skóm og hugsaði "Ó nei, Hugi, hvað hefurðu nú gert". Ég var um það bil að fara aftur inn í svefnherbergi og athuga undir sængina þegar rann upp fyrir mér ljós.

Note to self: Muna að ganga frá blessuðum grímubúningnum.