Hugi Þórðarson

Fjör á Melnum

Það er alltaf svo frábær stemning á Hagamelnum. Fékk stúlku í heimsókn um daginn og hélt henni uppi á skemmtisögum frá klukkan sjö um kvöldið til þrjú um nóttina. Meðfylgjandi mynd er tekin um ellefu, þegar ég var búinn að vera tvo klukkutíma að lýsa áhuga mínum á frímerkjasöfnun og mismunandi tegundum fyrstadagsumslaga.

Ég er sérfræðingur í líkamstjáningu og þarna er hún greinilega að hugsa "Vá hvað maðurinn er skemmtilegur og hvað frímerkjasöfnun er áhugaverð, hvílíkt og annað eins magn gagnlegra upplýsinga. Ég bara verð að taka um höfuðið til að halda öllum fróðleiknum inni".

Seinna um kvöldið þyrmdi yfir hana af gleði svo hún hreinlega rak upp öskur og hljóp út án þess að kveðja. Hlakka til að heyra í henni aftur.