Hugi Þórðarson

Þjónn! Það er fluga á píanóinu mínu

Veit einhver af hvaða tagi þetta tónelska óargadýr er? Það slapp með skrekkinn í kvöld þar sem það sat á G-nótu á píanóinu mínu, einmitt þegar ég var búinn að reiða handleggina til höggs fyrir fyrsta hljóminn í popplagi í G-dúr. Hér er kvikmynd af kvikindinu. Spennandi, úhúúú!