Hugi Þórðarson

Upptekinn

Smá vitleysa við píanóið á miðnætti. Var að leika mér að I Should Care og hér hafið þið fimmtán mínútna gamla upptöku af furðulegum (lesist: röngum) hljómum og langdreginni spilamennsku.

Lofa að gera þetta betur síðar - og laga þá líka upptökuna. Það er ekki alveg að virka að stilla tölvunni ofan á píanóið, hljómar eins og ég sé fastur ofan í baunadós að spila á lírukassa.