Hugi Þórðarson

Free Guppy

Ég er búinn að þróa hið fullkomna kvikmyndahandrit. Nú vantar mig bara framleiðanda.

Kvikmyndin á að heita "Free Guppy" og fjallar um óvenju náið samband hins fimmtán ára Ludwigs og gúbbífisksins "Guppy". Ludwig og Guppy hafa alltaf verið vinir, óaðskiljanlegir á allan máta og skilja hvorn annan fullkomlega.

En Guppy er óhamingjusamur. Hann er búinn að búa í illa þrifnu búri alla sína ævi, hefur aldrei fengið að njóta samskipta við aðra gúbbífiska og er því í lítilli snertingu við sinn innri gúbbífisk og gúbbíeðli. Eiginlega orðinn meira maður en gúbbí.

Ludwig skynjar depurð Guppy í gegnum þeirra sérstöku vináttu og leggur upp í villt, spennandi og skemmtilegt ævintýri til að frelsa litla gúbbívin sinn.

Þessi mynd mun hafa allt til að bera. Það verður drama, spennuatriði, blautar kynlífssenur (bókstaflega - með gúbbífiskum) og harðir bardagar við gúbbísmyglara frá Úkraínu. Ég er að vísu ekki kominn með smáatriðin á hreint, en myndin endar a.m.k. á því að Guppy stekkur yfir einhverskonar flóðgarð og er svo fluttur í sérstaka gúbbíkví í Vestmannaeyjum.

Ég verð milljónamæringur!