Hugi Þórðarson

Jóladrumbur

Snillingurinn hún systir mín kann að velja gjafir, gaf mér áskrift að Bistro í afmælisgjöf. Ég er búinn að fá tvö blöð og þau lofa góðu.

Ég þarf hinsvegar að láta rannsaka aðeins í mér heilann, mikið þar um kolrangar tengingar og almennan misskilning. Þegar ég opnaði nýjasta blaðið var það fyrsta sem ég sá uppskrift að "Jóladrumbi". Ég veit ekki hvort þið lesið það sama í heiti réttarins og ég - fannst það agnarlítið spaugilegt. En þegar ég sá myndina við hliðina á uppskriftinni, af fullkláruðum jóladrumbi... Jæja, ég birti hér að neðan mynd af viðkomandi síðu með jóladrumbi og öllu og leyfi ykkur sjálfum að dæma. Þarf ég hjálp?

(og það eru aldeilis afköst hjá þessu fólki, að baka jóladrumbinn fyrir klukkan 10)