Hugi Þórðarson

Djassbúllan við Hagamel

Var að komast yfir almennilegt tónlistarforrit (Logic Express, fyrir forvitna) og prófaði að púsla saman stuttu lagi áðan. Úff hvað þetta er gaman, ég mundi líklega gleyma mér hérna við píanóið og deyja úr hungri og óþrifnaði innan viku ef ég þyrfti ekki að mæta í vinnuna og svona. Bölvað ónæði alltaf af þessu alvöru lífi.

En já, Summertime, gjörið þið svo vel. Píanó: Hugi Þórðarson. "Hammond": Hugi Þórðarson. Bassi: Hugi Þórðarson. Útsetning: Hugi Þórðarson. Stjórn upptöku: Hugi Þórðarson. Og til fróðleiks, þá er píanóið hljóðupptaka af mínu eigin hljóðfæri með nýju flottu græjunum, hitt er spilað á hljómborð ("Hammond"-sándið þurfti ég að búa til).